Fréttir

Skattlækkun og endurgreiðsla

Skattlækkun og endurgreiðsla

Fyrir nokkrum vikum var samþykkt á Alþingi að lækka virðisaukaskatt á túrvörur úr efra þrepi (24%) niður í lægra þrep (11%). Þessi breyting mun taka gildi 1. september en við vorum svo ánægð með þetta að við lækkuðum verð á öllu strax. Vegna þess höfum við verið að draga það að flytja inn vörur á lagerinn okkar þar til eftir að þessi breyting tekur gildi, því þó við höfum lækkað verðið sem nemur þessari skattbreytingu erum við auðvitað ennþá að skila ríkiskassanum sínum 24% þar til 1. september. Þessi skattabreyting gildir fyrir allar vörur hvort sem það séu túrnærbuxur, tíðabikarar (...

Read more →


Umhverfisvænn markaður

Umhverfisvænn markaður

Umhverfisvæni markaðurinn verður haldinn í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel við Skúlagötu sunnudaginn 18. ágúst klukkan 11-17. Modibodi verður þar ásamt rjómanum af umhverfisvænu verslunum landsins. 

Read more →


Nýir blautpokar og eitt trix...

Nýir blautpokar og eitt trix...

Við vorum að fá í sölu blautpoka í tveimur stærðum. Þeir eru frábærir til að hafa með sér í töskunni ef þú ætlar að skipta um túrnærbuxur annars staðar en heima. Þá seturu notuðu buxurnar í blautpokann og skolar við fyrsta tækifæri. Pokarnir eru líka sniðugir til að hafa í sundtöskunni svo allt verði ekki blautt. Blautpokarnir koma í tveimur stærðum og kosta 1990 og 2890. Við minnum á fría heimsendingu þegar verslað er fyrir 8500 eða meira. Við hjá Modibodi erum alla daga að tala við fólk um píkur og blæðingar og heyrum alls kyns sniðug ráð. Eitt sem...

Read more →


Tökum ábyrgð á áhrifum neyslunnar

Tökum ábyrgð á áhrifum neyslunnar

Eftirfarandi grein er hluti úr umfjöllun Stundarinnar um umhverfismál. Umsjónarmaður var Alma Mjöll Ólafsdóttir. Hér er hægt að lesa greinina í heild sinni. Arna Sigrún Haraldsdóttir er menntaður fatahönnuður og viðskiptafræðingur. Hún stofnaði fyrirtækið Modibodi Ísland, fyrirtæki sem selur túrnærbuxur að erlendri fyrirmynd. Nærbuxur sem halda vökva og koma í stað þess að vera með dömubindi eða túrtappa. „Eftir að ég varð grænmetisæta fóru umhverfismál að verða mér mikilvægari svo það lá beint við að fara í þennan rekstur. Reksturinn sameinar allt það sem ég brenn fyrir. Eitthvað nýtt í textíl- og fatahönnun, eitthvað umhverfisvænt og svo er þetta frábært viðskiptatækifæri.“ Dömubindi og túrtappa...

Read more →


Hvernig vel ég tíðabikar sem passar?

intimina tíðabikar

Hvernig vel ég tíðabikar sem passar?

Að byrja að nota tíðabikar Ef þú hefur valið að skipta yfir í tíðabikar þá eru það gleðitíðindi. Það eru margar ástæður sem mæla með því að skipta út túrtöppum og bindum fyrir tíðabikara. Tíðabikarar eru t.d. lausir við skaðleg efni sem finnast stundum í túrtöppum og bindum. Einnig hefur verið nefnt að krampar og óþægindi sem fylgja blæðingum hafi minnkað við notkun tíðabikara. Bikarana er hægt að nota án þess að losa þá í allt að tólf tíma  – það hljómar líka mjög vel. Síðast en ekki síst hefur það jákvæð umhverfisleg áhrif  því með því að nota tíðabikara...

Read more →