Skip to content
Nýir blautpokar og eitt trix...

Nýir blautpokar og eitt trix...

Við vorum að fá í sölu blautpoka í tveimur stærðum. Þeir eru frábærir til að hafa með sér í töskunni ef þú ætlar að skipta um túrnærbuxur annars staðar en heima. Þá seturu notuðu buxurnar í blautpokann og skolar við fyrsta tækifæri. Pokarnir eru líka sniðugir til að hafa í sundtöskunni svo allt verði ekki blautt.


Blautpokarnir koma í tveimur stærðum.

Við hjá Modibodi erum alla daga að tala við fólk um píkur og blæðingar og heyrum alls kyns sniðug ráð. Eitt sem við heyrðum og langar að deila kemur frá einni mömmu sem á ungling sem fer á blæðingar. Unglingurinn fer í túrnærbuxur með mikilli rakadrægni og setur líka taubindi inn í buxurnar áður en hann fer í skólann og hefur blautpoka meðferðis. Í kringum hádegi er kominn tími til að fjarlægja bindið og þá geta buxurnar tekið restina af blóðinu þar til unglingurinn fer heim. Með þessu sleppur unglingurinn við að taka með sér aukabindi eða túrnærbuxur í skólann.

Fyrir þau sem hafa minni blæðingar gæti sama ráð hentað fyrir lengri tíma. Til dæmis unglingur sem fer í skóla og strax í íþróttir eftirá gæti notað taubindið í skólanum og buxurnar eingöngu seinni partinn.

Older Post
Newer Post

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla