Algengar spurningar

1.Virkar þetta í alvöru?

- Já, þetta virkar. Buxurnar draga betur í sig þegar búið er að þvo þær einu sinni til tvisvar. Það mun ekki leka í gegn, en ef þær hafa tekið við eins miklu og hægt er gæti farið að leka framhjá með hliðunum. 

2. En er þetta ekki ógeðslegt?

- Alls ekki! Tilfinningin er allt öðruvísi heldur en af dömubindum, ekki svona klístrað og ógeðslegt. Ef eitthvað er ógeðslegt er það notað dömubindi í flæðarmálinu. Modibodi seturu bara í þvottavél og notar aftur og aftur. 

3. Hvernig á ég að þvo þetta?

- Við mælum með því að þú skolir aðeins úr þeim í vaskinu, sérstaklega ef þú ert ekki að fara að þvo strax. Síðan seturu þær á 30 gráður í þvottavél. Það er ágætt að nota prógramm með forþvotti. Það er óþarfi að þvo þær sér, þú hendir þeim bara í vélina með öðrum þvotti. 

4. Hvernig veit ég hvaða stærð ég þarf?

- Smelltu hér til að skoða stærðartöfluna. Annars eru þetta eins og breskar stærðir, 10 er small, 12 er medium, 14 er large...

5. Hvað tekur langan tíma að fá sent heim?

- Við bjóðum upp á alls konar sendingarmöguleika. Þú getur meðal annars sótt í vöruhús þér að kostnaðarlausu, fengið sent heim samdægurs, eða fengið sent inn um lúguna með Íslandspósti. Smelltu hér til að lesa meira.

6. Get ég ekki komið og skoðað þetta einhvers staðar?

- Ekki svona dags daglega, en við tökum reglulega þátt í mörkuðum. Það er auglýst á Facebook síðunni okkar og á póstlistanum.