Skip to content

Algengar spurningar

1.Virkar þetta í alvöru?

- Já, þetta virkar. Buxurnar draga betur í sig þegar búið er að þvo þær einu sinni til tvisvar. Það mun ekki leka í gegn, en ef þær hafa tekið við eins miklu og hægt er gæti farið að leka framhjá með hliðunum. 

2. En er þetta ekki ógeðslegt?

- Alls ekki! Tilfinningin er allt öðruvísi heldur en af dömubindum, ekki svona klístrað og ógeðslegt. Ef eitthvað er ógeðslegt er það notað dömubindi í flæðarmálinu. Modibodi setur þú í þvottavél og notar aftur og aftur. 

3. Hvað þarf ég margar nærbuxur?

Það er rosalega mismunandi eftir hverjum og einum, eftir flæði og hversu dugleg þið eruð að þvo. En að meðaltali er fólk að nota 1-3 á dag. Við mælum með að prufa á rólegum degi eða þegar þið eruð heima. Annars eruð þið fljót að læra á þetta og þetta er mun minna mál en fólk heldur.

4. Hvernig á ég að þvo þetta?

- Við mælum með því að þú skolir aðeins úr þeim í vaskinum, sérstaklega ef þú ert ekki að fara að þvo strax. Síðan setur þú þær á 30 gráður í þvottavél. Það er ágætt að nota prógramm með forþvotti. Það er óþarfi að þvo þær sér, þú hendir þeim bara í vélina með öðrum þvotti. Ekki setja í þurrkara og ekki nota mýkingarefni. 

5. Hvernig veit ég hvaða stærð ég þarf?

- Smelltu hér til að skoða stærðartöfluna. Annars eru þetta eins og breskar stærðir, 10 er small, 12 er medium, 14 er large...

6. Hvað tekur langan tíma að fá sent heim?

- Við bjóðum upp á alls konar sendingarmöguleika. Þú getur meðal annars sótt til okkar á skrifstofuna þér að kostnaðarlausu. Pantanir eru settar í póst samdægurs eða næsta virka dag og tekur heimsending með Íslandspósti 3-4 virka daga.

7. Get ég ekki komið og skoðað þetta einhvers staðar?

- Við erum ekki með búð.

En annars tökum við reglulega þátt í mörkuðum. Það er auglýst á Facebook síðunni okkar og á póstlistanum.Ef þú ert í svakalegum vandræðum getur þú sent okkur línu á info@modibodi.is eða hringt í síma 662-5039 á milli 8.30-15.30


8. Hvað á ég að kaupa fyrir unglinginn minn?

- Vinsælustu sniðin hjá unglingum eru: Classic Bikini (sem fást bæði með miðlungs og mikilli rakadrægni), Classic Boyleg og Classic Boyshort.  

9. Ég er með þvagleka, get ég notað Modibodi?

- Já algjörlega! Reyndar var Modibodi fundið upp af konu sem upplifði þvagleka í kjölfar barnsfæðingar svo þær henta alveg eins við þvagleka eins og blæðingum. 

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla