Skilmálar
Irpa ehf er umboðsaðili fyrir Modibodi og Intimina á Íslandi
Irpa ehf.
Sími: 662 5039
herdis@kveikja.org
Irpa ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Pantanir eru alla jafna afgreiddar 1-2 virkum dögum eftir pöntun en stundum samdægurs. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða semja við þig um annað. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Irpa ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Innundir til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Frí heimsending er á pöntunum 10.000kr og yfir nema annað komi fram í lýsingu á vöru.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% eða 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Allar vörur sem flokkast sem túrvörur er með 11% vsk en aðrar með 24% vsk. Sendingakostnaður er kr.1200. nema þegar verslað er fyrir 10.000kr og yfir, þá fellur sendingarkostnaður á seljanda. Ef móttakandi er ekki heima og pakki of stór fyrir lúgu fer hún á næsta Pósthús. Við sérstök tilefni keyrir starfsfólk Innundir vörur heim í stað Íslandspósts en gjald er það sama. Hægt er að velja um sendingarmátann "lítill pakki" þegar pöntun er nógu lítil til að komast inn um lúgu en þá er hún send sem bréf og því ekki rekjanleg.
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef skila á vöru er mjög mikilvægt að rjúfa ekki innsiglið. Samkvæmt neytendalögum er óheimilt að skila nærbuxum, en sé innsigli órofið er hægt að taka við henni aftur. Þetta á að sjálfsögðu ekki við gallaðar vörur. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneigninarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Innundir ehf allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðir ef þess er óskað.
Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.