Fréttir

Leggangaþurrkur – laumugestur í lífi kvenna

Leggangaþurrkur – laumugestur í lífi kvenna

Greinin birtist upprunalega á vefsvæði Florealis 13. maí 2020 Ævi hverrar konu einkennist af tímabilum sem geta haft í för með sér einkenni sem mörg hver eru óþægileg og hafa áhrif á líf og líðan. Flestar konur upplifa þurrk í leggöngum einhvern tímann á lífsleiðinni, sem getur varað í lengri eða styttri tíma. Hvort heldur sem er, geta einkennin valdið ertingu og óþægindum sem geta haft veruleg áhrif á lífsgæði kvenna sé ekkert að gert.     Þú ert ekki ein! Konur á öllum aldri geta upplifað þurrk í leggöngum, en talið er að allt að 30% kvenna þjáist af...

Read more →


Breytingar á heimsendingu

Breytingar á heimsendingu

4. maí, dagurinn sem við höfum verið að bíða eftir er runninn í garð. Börnin fá nú að fara í leikskólann og við fullorðna fólkið erum að færa heimaskrifstofuna og lagerinn aftur í Sambúðina. 2020 hefur tekið nokkuð á, við byrjuðum á röð flensa og svo verkfalli leikskólastarfsfólks og þar næst Covid-19. Við í Modibodi teyminu eru endalaust þakklát fyrir þolinmæði gagnvart alls konar mistökum sem við gerðum á þessum tíma og finnst við eiga besta viðskiptavinahóp í heimi! Á meðan það var lokað í Sambúðinni gátum við ekki boðið upp á að sækja pantanir þangað og keyrðum þess vegna sjálf...

Read more →


7 hlutir sem enginn sagði þér frá varðandi túrbikara

álfabikar álfabikarar blæðingar intimina tíðabikar tíðabikarar

7 hlutir sem enginn sagði þér frá varðandi túrbikara

Snillingarnir í Put a cup in it eru hér með einfalt en skýrt vídjó og fjalla um alla þessa algengu hluti sem enginn segir þér frá varðandi túrbikara. Þær fara vel yfir alls konar atriði sem oft er spurt um eins og: #1: Túrblóð er þykkt#2: Það tekur tíma að læra á bikarinn#3: Ekki trúa öllu sem þú sérð á netinu#4: Leghálsinn þinn hreyfist#5: Bikarinn býr til skrýtin hljóð#6: Það er hægt að stunda kynlíf með bikar#7: Þegar þú átt einn langar þig í fleiri Smelltu hér til að skoða úrval bikara frá Intimina og sjá fleiri vídjó. Góða skemmtun :)  

Read more →


Dæmi um ólík bikarabrot

álfabikar álfabikarar blæðingar intimina tíðabikar tíðabikarar

Dæmi um ólík bikarabrot

Túrbikara er hægt að brjóta á alls konar mismunandi vegu til að koma þeim rétt fyrir í leggöngunum. Prófaðu endilega hvað hentar þér best.  1. Þrýsta niður brotið er auðvelt og þægilegt að koma bikarnum fyrir með því. Sum kvarta yfir því að eiga í erfiðleikum með að láta bikarinn opnast með því broti. Ef þú lendir í því gæti verið sniðugt að prófa annað brot.  2. C-brotið er þetta klassíska sem flest nota. Það hentar ekki alltaf byrjendum.  3. Barmabrotið er aðeins flóknara brot en mjög auðvelt að láta hann opnast með því broti.  Prófið að gúggla "menstrual cup...

Read more →


Bleikur október - 15% til Krabbameinsfélagsins

Bleikur október - 15% til Krabbameinsfélagsins

Hér í Túrbúðinni vinna þrjár konur. Við höfum allar greinst með frumubreytingar í leghálsi og farið í aðgerð. Með því að fara reglulega í skoðun minnkar þú líkurnar á að fá krabbamein. Við erum allar þakklátar Krabbameinsfélaginu því ef ekki væru átaksverkefni eins og Bleikur október hefðu okkur ekki dottið í hug að fara í krabbameinsleit og værum ef til vill ekki hér í dag. Til að sýna þakklæti okkar höfum við ákveðið að láta 15% af allri sölu á vörum frá Intimina í október renna til stuðnings Krabbameinsfélagsins. Það vill svo skemmtilega til að allar vörurnar eru bleikar :) Ef...

Read more →