Skip to content
Breytingar á heimsendingu

Breytingar á heimsendingu

4. maí, dagurinn sem við höfum verið að bíða eftir er runninn í garð. Börnin fá nú að fara í leikskólann og við fullorðna fólkið erum að færa heimaskrifstofuna og lagerinn aftur í Sambúðina. 2020 hefur tekið nokkuð á, við byrjuðum á röð flensa og svo verkfalli leikskólastarfsfólks og þar næst Covid-19. Við í Modibodi teyminu eru endalaust þakklát fyrir þolinmæði gagnvart alls konar mistökum sem við gerðum á þessum tíma og finnst við eiga besta viðskiptavinahóp í heimi! Á meðan það var lokað í Sambúðinni gátum við ekki boðið upp á að sækja pantanir þangað og keyrðum þess vegna sjálf út á höfuðborgarsvæðinu. Okkur fannst mjög vel tekið í það svo nú þegar við erum búin að opna aftur höfum við ákveðið að endurskoða möguleika í heimsendingu. Héðan í frá er hægt að fá litla pakka sem innihalda einar eða tvær nærbuxur senda heim með Póstinum fyrir einungis 500 kr. Þetta eru pakkar sem komast inn um venjulegar póstlúgur. Engir bikarar komast inn um venjulega lúgu og því falla þeir ekki undir þennan valkost. Auk þess lækkuðum heimsendingargjald fyrir sendingar undir 10.000 kr. úr 1200 kr.  í 1000 kr. Það er ennþá frí heimsending fyrir allar pantanir yfir 10.000 kr. og hægt að velja að sækja í Sambúðina. 

Sækja í Sambúðina Frítt 
Lítill pakki sem kemst inn um lúgu 500 kr.
Pakkar undir 10.000 kr. 

1000 kr.

Pakkar yfir 10.000 kr.

Frítt

Older Post
Newer Post

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla