Skip to content
modibodi túrnærbuxur

Af hverju að velja Modibodi?

 

Í marga áratugi hafa markaðsöflin talað um blæðingar á neikvæðan hátt og framleiðsla á tíðavörum að mestu verið einnota vörur sem innihalda plast og eiturefni. Nú fer helmingur mannkyns einhvern tímann á blæðingar á lífsleiðinni en þar sem blæðingar hafa lengi verið álitnar sem “kvennamál” þá er eins og umræðan eigi helst að vera lítil sem engin. Strax á unglingsaldri er farið að pukrast í kringum blæðingar og unglingarnir fá að heyra að það sé persónulegt mál sem ætti helst ekki að tala um og fara leynt með án þess að aðrir sjái eða viti. Þögnin um blæðingar hefur viðgengist svo áratugum skiptir og skilaboðin oftar en ekki eins og líkaminn sé að bregðast okkur þegar við erum á blæðingum.

Einstaklingur sem fer á blæðingar fer að meðaltali tólf sinnum á ári á blæðingar á aldurstímabilinu sirka 12 - 49 ára. Á þessum rúmum 30 árum er talið að ein manneskja noti að meðaltali 11 þúsund túrtappa, en hver og einn túrtappi, (eða einnota bindi) er meira en 500 ár að brotna niður í umhverfinu okkar. Daglega eru um 800 milljón manneskjur í heiminum á blæðingum svo þú getur ímyndað þér allar þær einnota vörur sem lenda í urðun á hverjum einasta degi og liggja þar næstu 500 árin. Og ekki nóg með það að einnota vörurnar séu mjög óumhverfisvænar og kostnaðarsamar heldur eru þær bæði oft óþægilegar og unnar úr allskonar eiturefnum sem einfaldlega eru ekki góð fyrir heilsuna okkar til lengri tíma.

Modibodi var stofnað árið 2013 til þess að ögra þessari þróun og ráðandi markaðsöflum og framleiðendum þar sem Modibodi hefur þróað hagnýtar, sjálfbærar og fjölnota tíðavörur í stað einnota binda, túrtappa og innleggja. Það tók um tvö ár að hanna, þróa og prófa fyrstu nærfatalínuna en nærbuxurnar eru unnar úr hágæða náttúrulegum efnum eins og bambus, merino ull og microfiber ásamt nýjustu tækni í bakteríudrepandi textíl. 

Allt frá blæðingum, útferð, þvagleka og úthreinsun þá koma nærbuxurnar frá Modibodi algjörlega í stað einnota tíðavara. Hér er ekki einungis um að ræða framför í umhverfisvernd heldur er þróun Modibodi einnig bylting í þægindum fyrir fólk á blæðingum. Þú þarft ekki lengur að líma óþægileg bindi í nærbuxurnar eða stinga aukahlut upp í leggöng. Nærbuxurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar og innleggið sem heldur vökvanum er aðeins 3mm á þykkt.

Það er löngu kominn tími til að tala meira um blæðingar, þvagleka, breytingaskeiðið og fleira sem tengist kvenheilsu, en Modibodi leggur mikið upp úr því að tala um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Modibodi fagnar öllum fjölbreytileika og notar ávallt óunnar ljósmyndir af fólki á ýmsum aldri, líkamsstærðum og þjóðerni. Í dag eru framleiddar nærbuxur í öllum stærðum og gerðum og með mis mikla rakadrægni. Þú ættir því alltaf að geta fundið nærbuxur sem hentar þér og þínu flæði.

Modibodi býður ekki aðeins upp á byltingu í þægindum þegar þú ert á blæðingum, heldur er markmiðið einnig að breyta heiminum, stuðla að umhverfisvernd og sjálfbærni. Ekki bara fyrir þig heldur fyrir okkur öll.

Veljum Modibodi!

Older Post
Newer Post

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla