Skip to content
nærbuxur fyrir úthreinsun

Úthreinsun eftir fæðingu!

 

 

Úthreinsun eftir fæðingu!

Allt sem þú þarft að vita um úthreinsun eftir fæðingu.


Förum aðeins yfir úthreinsun eftir fæðingu - jebb að fæða barnið er bara byrjunin! Þú hefur kannski notið þess að vera ekki á blæðingum í sirka 9 mánuði (fyrir utan kannski blettablæðingar og útferð) en eftir fæðingu fer úthreinsunin á fullt og oft kemur það á óvart hversu mikil blæðingin getur verið.


Úthreinsun eftir fæðingu er fullkomlega eðlileg, hvort sem þú fæðir barn í gegnum leggöng eða með keisara. Þegar fylgjan fæðist þá myndast opið sár inni í leginu sem er jafn stórt og sjálf fylgjan. Frá þessu sári kemur blæðingin, en hún getur varið í allt að 4-6 vikur. Fyrst um sinn er blæðingin yfirleitt fersk rauð og mjög mikil, þú ert kannski að fylla eitt bindi á klukkutíma. En strax eftir fyrsta sólarhringinn eða tvo daga, breytist venjulega úthreinsunin. Flæðið minnkar og blæðingin verður meira brúnleit og eftir nokkrar vikur verður liturinn ljós líkt og útferð.


Það er mjög einstaklingsbundið hversu lengi úthreinsun varir, venjulega minnkar hún hægt og rólega á nokkrum vikum en stundum eru blæðingarnar að stoppa og byrja til skiptis. Fyrsta sólarhringinn geta komið blóðkögglar en ef blæðingin fer að aukast eftir fyrsta sólarhringinn eða stórir og miklir blóðkögglar ganga niður er mikilvægt að hafa samband við ljósmóðir eða lækni. Eins ef þú finnur fyrir vanlíðan, færð svima, skyndilega verki eða finnur vonda lykt af úthreinsuninni.


Modibodi og úthreinsun?

Þú hefur líklega heyrt um sjúkrahúsbleyjurnar fyrir nýbakaðar mæður, eða risastóru og þykku bindin til að líma í buxurnar eftir fæðingu. Þú getur sleppt slíkum óþægindum og notað nærbuxur frá Modibodi á meðan úthreinsun stendur. Nærbuxurnar með maxi rakadrægni henta vel því innleggið nær alveg upp að streng bæði að framan og aftan og það tekur við allt að 50ml af vökva. Nærbuxurnar eru vissulega töluvert þægilegri heldur en stór og þykk bindi, þær draga einnig úr lykt og verja gegn óæskilegum bakteríum. Þetta er klárlega það þægilegasta sem þú getur valið fyrir úthreinsun eftir fæðingu!


Við mælum með að þú pakkir nokkrum buxum með í spítala-töskuna fyrir fyrstu dagana, en það fer allt eftir því hvað flæðið er mikið. Það er erfitt að vita nákvæmlega hversu lengi þú getur verið í hverjum nærbuxum fyrst um sinn þar sem það er mjög einstaklingsbundið. Eftir því sem blæðingin fer minnkandi getur þú svo fært þig yfir í nærbuxur með minni rakadrægni - allt eftir því hvað þér finnst þægilegt. Eftir að úthreinsun er að mestu lokið gætir þú upplifað óreglulegar blæðingar í einhverja mánuði eftir fæðingu, bletti, þvagleka eða jafnvel mikla útferð. Það er því tilvalið að nota Modibodi nærbuxurnar fyrir dagleg þægindi og vörn við óvæntum leka eða blæðingu.


Og hey - nærbuxurnar okkar eru frábær gjöf fyrir verðandi eða nýbakaða móðir - gjafir sem gera lífið þeirra aðeins auðveldara eða þægilegra eru alltaf bestu gjafirnar!

Older Post
Newer Post

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla