Skip to content
Fylgist þú með tíðahringnum?

Fylgist þú með tíðahringnum?

 

Að fylgjast með tíðahringnum getur verið bæði mikilvægt og gagnlegt en í þessari færslu ætlum við að fara yfir nokkrar ástæður þess af hverju þú ættir að fylgjast með hringnum þínum.


  • Hjálpar þér að vera meðvituð um lengd tíðahringsins
  • Einfaldasta leiðin til að fylgjast með tíðahringnum er að skrá hvenær blæðingar hefjast svo þú verðir meðvituð um meðallengd hringsins. Lengd hringsins er ekki sú sama hjá öllum en almennt er meðallengdin um 28 dagar, þetta getur þó verið mjög misjafnt eftir einstaklingum. Ef þú ert meðvituð um þinn hring hjálpar það þér að vera viðbúin við því þegar þú byrjar á blæðingum og kemur í veg fyrir óvæntar blæðingar eða óvissu hvenær næsti hringur hefst.


  • Þú veist hvenær þú ert með egglos
  • Þegar þú fylgist með tíðahringnum eru meiri líkur á að þú vitir hvenær þú hefur egglos eða á hvaða dögum þú ert líkleg til að verða barnshafandi. Mörg okkar halda að eingöngu sé hægt að verða þunguð á þeim degi sem egglos á sér stað, en í raun er frjósemin einnig til staðar dagana fyrir og eftir egglos. Að þekkja tíðahringinn getur því verið mjög gagnlegt til að skilja betur hvenær þetta tímabil á sér stað í mánuðinum.


  • Þú verður meira meðvituð um almenna heilsu og vellíðan
  • Tíðahringurinn og almenn heilsa - bæði andleg og líkamleg - haldast í hendur. Ef þú tekur eftir mjög óútreiknanlegu eða óvenjulegu tímabili, blæðingar verða til dæmis skyndilega mjög miklar, eða litlar, þú finnur fyrir auknum verkjum eða þú missir úr hring, þá gæti það verið vísbending um að eitthvað sé í gangi sem vert er að fylgjast betur með. Þegar þú fylgist með tíðahringnum og skráir niður óvenjuleg einkenni er auðveldara fyrir þig að fylgjast með því og muna eftir því ef þú leitar til læknis.

     

  • Það getur sagt ýmislegt um kynhvötina þína
  • Eins og kynhvöt getur verið persónubundin þá getur hún verið mismunandi eftir því hvar þú ert stödd í tíðahringnum þínum en oft eykst kynhvötin í kringum egglos. Ef þú vilt vera meira meðvituð um kynlífið þitt og kynhvöt gæti verið gagnlegt að fylgjast með hvernig hún helst í hendur við tíðahringinn þinn.


  • Þú verður betur meðvituð um hormónastarfsemina í líkamanum þínum
  • Að þekkja tíðahringinn hjálpar þér einnig að vera betur meðvituð um hormónastarfsemina í líkamanum þínum en hún er mjög breytileg eftir því hvar þú ert stödd í hringnum og getur haft áhrif á andlega líðan, orku, afkastagetu og tilfinningar. Þetta hjálpar þér að skilja betur almenna líðan og hvað er að gerast í líkamanum. Þú verður betur undirbúin fyrir þetta tímabil og meðvituð um sveiflur í líðan eða afkastagetu. 


    Tíðahringurinn og almenn heilsa og vellíðan helst í hendur - því er gott að vera meðvituð hvar þú ert stödd í hringnum þínum því það hjálpar þér betur að skilja hvað er í gangi í líkamanum þínum og um leið sýna þér mildi ef þú finnur fyrir sveiflum í andlegri líðan.

    Older Post
    Newer Post

    Leave a comment

    Please note, comments must be approved before they are published

    Close (esc)

    Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

    Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

    Age verification

    By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

    Search

    Karfa

    Karfan þín er tóm.
    Versla