Túrbikara er hægt að brjóta á alls konar mismunandi vegu til að koma þeim rétt fyrir í leggöngunum. Prófaðu endilega hvað hentar þér best.
1. Þrýsta niður brotið er auðvelt og þægilegt að koma bikarnum fyrir með því. Sum kvarta yfir því að eiga í erfiðleikum með að láta bikarinn opnast með því broti. Ef þú lendir í því gæti verið sniðugt að prófa annað brot.
2. C-brotið er þetta klassíska sem flest nota. Það hentar ekki alltaf byrjendum.
3. Barmabrotið er aðeins flóknara brot en mjög auðvelt að láta hann opnast með því broti.
Prófið að gúggla "menstrual cup folds" til að sjá fleiri brot :)