Skip to content
Leggangaþurrkur – laumugestur í lífi kvenna

Leggangaþurrkur – laumugestur í lífi kvenna

Greinin birtist upprunalega á vefsvæði Florealis 13. maí 2020

Ævi hverrar konu einkennist af tímabilum sem geta haft í för með sér einkenni sem mörg hver eru óþægileg og hafa áhrif á líf og líðan. Flestar konur upplifa þurrk í leggöngum einhvern tímann á lífsleiðinni, sem getur varað í lengri eða styttri tíma. Hvort heldur sem er, geta einkennin valdið ertingu og óþægindum sem geta haft veruleg áhrif á lífsgæði kvenna sé ekkert að gert.

 

 

Þú ert ekki ein!

Konur á öllum aldri geta upplifað þurrk í leggöngum, en talið er að allt að 30% kvenna þjáist af leggangaþurrki. Einkennin koma oft fram sem sviði, kláði og óþægindi, jafnvel sársauki við og eftir samfarir.

Leggangaþurrkur getur lagst þungt á heilsu kvenna, samband þeirra við maka og haft veruleg áhrif á almenn lífsgæði. Rannsóknir sýna að aðeins um fjórðungur þeirra kvenna sem finna fyrir einkennum sem lýst er hér að ofan, leitar sér hjálpar. Ástæða þess er t.d. að oft eiga konur erfitt með að tala um eigin kynheilsu og finnst vandamálið jafnvel ekki nógu alvarlegt til að panta tíma hjá lækni.

Áhrif á kynheilbrigði

Kynheilbrigði er tilfinningalegt og líkamlegt ástand sem spilar stórt hlutverk í heilbrigði hvers einstaklings. Að njóta kynlífs felur í sér að upplifa nánd, tengsl, ástúð og tryggð við aðra manneskju.

Kynheilsa kvenna hefur löngum verið málefni sem sveipað er ákveðnu tabúi, en staðreyndin er sú að kynheilsa spilar stóran þátt í andlegri og líkamlegri heilsu kvenna og getur haft mikil áhrif á líðan, sjálfstraust og sjálfsmynd. Viðvarandi óþægindi á kynfærasvæði geta því haft veruleg áhrif á upplifun og vellíðan konu sem kynveru og þar með áhuga og ánægju af kynlífi.

Hvað veldur þurrki í leggöngum?

Líkami kvenna gengur í gegnum miklar breytingar á hverju æviskeiði t.d. í kjölfar meðgöngu, brjóstagjafar og tíðahvarfa. Hvert þessara tímabila hefur líkamlegar breytingar sem geta orsakað leggangaþurrk vegna minnkunar á kvenhormóninu estrógen, en estrógen viðheldur smurningu, þykkt og teygjanleika legganga. Að sama skapi geta krabbameinsmeðferðir, and-estrógen lyf vegna legslímuflakks og ákveðnar getnaðarvarnarpillur haft áhrif á magn estrógens í líkama konu. Fjölmörg önnur lyf geta haft áhrif á leggangaþurrk s.s. lyf til meðhöndlunar á þunglyndi, astma, ofnæmi, kvefi og húðvandamálum. Einnig geta sjúkdómar á borð við Sjögren´s heilkenni og sykursýki valdið þurrki í leggöngum.

Hvað er hægt að gera við leggangaþurrki?

Engin kona ætti að þurfa að lifa við óþægindin sem orsakast af leggangaþurrki, hvað svo sem honum veldur. Til þess að setja hlutina í samhengi, er gott að hugsa sér hversu lengi maður upplifir varaþurrk án þess að grípa til varasalva. Tala nú ekki um þegar varaþurrkurinn er farinn að hafa áhrif á líðan, valda sviða og sprungum við það eitt að brosa.

Gott er að átta sig á því hvað það er sem orsakar leggangaþurrk, til að hægt sé að velja bestu meðferðina. Ásamt því þarf að skoða hvort hægt sé að gera breytingar, t.d. á lyfjagjöf, til að draga úr þurrkinum. Hægt er að meðhöndla leggangaþurrk með lyfjum eða lækningavörum sem fást í apótekum og í mörgum tilfellum án lyfseðils, t.d. gel í leggöng. Ef konur eru óöruggar eða þarfnast skoðunar þá er hægt að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni.

Vert að nefna að konur eiga alls ekki að þvo upp í leggöngin, en slíkt raskar náttúrulegri flóru legganga og eykur þar með bæði hættu á sýkingum og þurrki.

Kvenvörurnar frá Florealis – Smaronia við leggangaþurrki

Florealis býður upp á viðurkenndar lækningavörur til að meðhöndla vægar sýkingar, þurrk og önnur óþægindi á kynfærum kvenna. Smaronia er gel, sem sérstaklega er ætlað konum sem upplifa þurrk í leggöngum, en ólíkt öðru geli er það ekki einungis mjög rakagefandi heldur styður einnig uppbyggingu heilbrigðrar slímhúðar í leggöngunum og dregur úr eymslum. Smaronia inniheldur jurtina rauðsmára sem er einna þekktust fyrir að innihalda plöntuestrógen, en þau hafa vægari áhrif og færri aukaverkanir en estrógen. Plöntuestrógen hafa verndandi og jákvæð áhrif á heilbrigði húðarinnar og hægja  á öldrun hennar. Þau geta einnig aukið framleiðslu kollagens og dregið úr niðurbroti þess, aukið framleiðslu á hýalúrónsýru sem er náttúrulegur rakagjafi húðarinnar, ásamt því að hafa andoxunar og bólgueyðandi áhrif.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar

 

Older Post
Newer Post

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla