Skip to content
Umhverfisvæni markaðurinn

Umhverfisvæni markaðurinn

Umhverfisvæni markaðurinn verður haldinn í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel við Skúlagötu sunnudaginn 3. mars klukkan 11-17. Modibodi verður þar ásamt rjómanum af umhverfisvænu verslunum landsins. Þú getur komið þangað og fengið helstu nauðsynjavörur fyrir heimili, heilsu og líkama. Bambustannburstar, tannkremstöflur, stál sogrör, taudömubindi, eiturefnalaus leikföng, túrnærbuxur og tíðabikarar er á meðal þess sem hægt er að versla á markaðnum. 

Ef þú ert ein af þeim sem ert búin að vera að bíða eftir tækifæri til að skoða snið og stærðir þá er þetta kjörið tækifæri. Við verðum líka með nýju tíðabikarana til sýnis en þeir eru í alls konar stærðum og gerðum. 

Fylgist með því það er enn að bætast í hópinn :)

 • Áfyllingarbar Davines - Kauptu sjampó og næringu eftir vigt í eigið ílát
 • Fjölnota - Fjölnota heimilisvörur
 • Græn viska - Umhverfisænar og vegan vörur
 • Gríslingar - Fjölnota taubindi, barnavörur og fleira
 • Hrafnagull - Umhverfisvæn leikföng
 • Hrísla - Hágæða leikföng úr náttúrulegum efnivið
 • Jógubúð - Fjölnota taubindi, hreinsiskífur og barnaföt sem vaxa með barninu
 • Klaran.is - Umhverfisvænar og fjölnota vörur
 • Lauf - Fjölnota taubindi, hreinsiskífur og fleira
 • mena - Vandað og vistvænna fyrir heimilið og þig
 • Mistur - Vistvænir valkostir, því það er ekkert plan B
 • Mjallhvít - Barna- og tauvörur
 • Modibodi - Túrnærbuxur og tíðabikarar
 • Reykjavík Tool Library - Kynning á verkfæraleigunni
 • Rúnbrá - Ungbarna hringlur, hitapúðar og fleira heimagert fyrir alla fjölskylduna
 • Samtök grænkera - Barnabókin: Þess vegna borðum við ekki dýr
 • Sjöstrand - Kaffivél og lífrænt kaffi í umhverfisvænum hylkjum
 • Tropic.is - Umhverfisvænni lífstíll
 • Vistvera - Umhverfisvænar nytjavörur
Older Post
Newer Post

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla