Skip to content
Skattlækkun og endurgreiðsla

Skattlækkun og endurgreiðsla

Fyrir nokkrum vikum var samþykkt á Alþingi að lækka virðisaukaskatt á túrvörur úr efra þrepi (24%) niður í lægra þrep (11%). Þessi breyting mun taka gildi 1. september en við vorum svo ánægð með þetta að við lækkuðum verð á öllu strax. Vegna þess höfum við verið að draga það að flytja inn vörur á lagerinn okkar þar til eftir að þessi breyting tekur gildi, því þó við höfum lækkað verðið sem nemur þessari skattbreytingu erum við auðvitað ennþá að skila ríkiskassanum sínum 24% þar til 1. september. Þessi skattabreyting gildir fyrir allar vörur hvort sem það séu túrnærbuxur, tíðabikarar ( álfabikarar ), túrtappar eða dömubindi. 

Við erum núna með sendingu á leiðinni til okkar sem kemur rétt eftir skattabreytinguna en erum nú þegar búin að opna fyrir forpantanir úr henni. Öll sem forpanta eiga kost á að lenda í endurgreiðslupotti sem við drögum úr eftir að við höfum afgreitt allar forpantanirnar. 
Við vonum að þið séuð til í að spila þennan leik með okkur og séuð óhrædd við að forpanta. Svo er bara að sjá hvort önnur fyrirtæki lækki verð á sínum túrvörum... 

Older Post
Newer Post

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla