Að byrja að nota tíðabikar
Ef þú hefur valið að skipta yfir í tíðabikar þá eru það gleðitíðindi.
Það eru margar ástæður sem mæla með því að skipta út túrtöppum og bindum fyrir tíðabikara. Tíðabikarar eru t.d. lausir við skaðleg efni sem finnast stundum í túrtöppum og bindum. Einnig hefur verið nefnt að krampar og óþægindi sem fylgja blæðingum hafi minnkað við notkun tíðabikara. Bikarana er hægt að nota án þess að losa þá í allt að tólf tíma – það hljómar líka mjög vel. Síðast en ekki síst hefur það jákvæð umhverfisleg áhrif því með því að nota tíðabikara minnkar þú úrgang af plasti og pappír.
Ef þetta eru ekki nægar ástæður til að skipta yfir í bikara - þá vitum við ekki hvað.
Að velja réttan tíðabikar
Boðið er upp á ýmsar gerðir af tíðabikurum og því ættu flest geta fundið bikar við sitt hæfi.
En hvernig á að velja tíðabikar? Mörg kannast við hvað það er pirrandi að kaupa t.d. gallabuxur sem passa ekki. Hvað þá með tíðabikar sem á að fara upp í leggöngin? Þarna er mikilvægt að vanda valið. Auðveldast er að velja tíðabikar ef þú veist lengdina á leghálsinum. Ef ekki, þá er hægt mæla hann.
Leghálsinn er á sífelldri hreyfingu. Þegar konur eru á blæðingum hreyfist hann öðruvísi en aðra daga. Áður en fjárfest er í tíðabikar er skynsamlegt að mæla leghálsinn meðan á blæðingum stendur og athuga hvort hann sé stuttur eða langur. Það er sniðugt að gera það til dæmis í sturtunni.
Að mæla legháls
Settu hreinan fingur upp í leggöngin. Haltu áfram þar til þú finnur fyrir leghálsinum. Hann er harðari viðkomu en leggöngin, áferðin er svipuð því að snerta nefbroddinn. Ef fingurinn kemst stutt upp þar til þú finnur fyrir leghálsinum þá ertu líklega með langan legháls. Ef allur fingurinn kemst upp áður en þú finnur fyrir leghálsinum þá ertu líklega með stuttan legháls.
Hafir þú ekki nú þegar mælt leghálshæðina, þá er kominn tími til að gera það svo þú getir keypt tíðabikar sem hentar þínum líkama best!
Lágur legháls: Einstaklingum með lágan legháls hentar líklega best styttri bikarar, svo sem Lily Cup Compact. Sá bikar er 2 cm styttri en klassíski Lily Cup-bikarinn. Stilkurinn til að losa bikarinn er styttri og hægt er að snúa bikarnum á röngunni til að stytta hann enn frekar.
Hár legháls: Einstaklingar með háan legháls geta notað hvort sem er lengri eða styttri bikar – það er persónubundið hvað þeim finnst þægilegast. Þeim með stuttan legháls finnst oft þægilegra að fjarlægja lengri bikara, eins og t.d. Lily Cup, og einnig tekur hann meira magn. Þeir geta þó einnig notað styttri bikara en þá er hægt að nýta grindarbotnsvöðvana til að þrýsta bikarnum neðar. Það er mjög persónubundið hvað hverjum finnst þægilegt og hentugast.
Mismunandi stærðir af bikurum
Lily-tíðabikarnir koma í tveim stærðum, A og B. Bikar A hentar oftast þeim sem hafa ekki fætt barn um leggöng og bikar B er fyrir þau sem hafa fætt börn um leggöng. Því ættu flest að geta fundið bikar sem hentar þeim.
Athugið að þessi ráð koma ekki í stað læknisráða. Líkamar kvenna eru mismunandi svo það gæti verið að þessi ráð henti þér ekki. Ef þú hefur áhyggjur þá mælum við með að þú talir við lækninn þinn.