Bleikur október - 15% til Krabbameinsfélagsins

Hér í Túrbúðinni vinna þrjár konur. Við höfum allar greinst með frumubreytingar í leghálsi og farið í aðgerð. Með því að fara reglulega í skoðun minnkar þú líkurnar á að fá krabbamein. Við erum allar þakklátar Krabbameinsfélaginu því ef ekki væru átaksverkefni eins og Bleikur október hefðu okkur ekki dottið í hug að fara í krabbameinsleit og værum ef til vill ekki hér í dag.

Til að sýna þakklæti okkar höfum við ákveðið að láta 15% af allri sölu á vörum frá Intimina í október renna til stuðnings Krabbameinsfélagsins. Það vill svo skemmtilega til að allar vörurnar eru bleikar :)

Ef þig vantar upplýsingar um krabbameinsleit getur þú haft samband við Krabbameinsfélagið. Trúðu mér, það er ekkert mál að láta tékka á krabbameini í leghálsi, þú getur beðið kvensjúkdómalækninn þinn að gera það eða þú getur pantað tíma á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 

https://www.bleikaslaufan.is/hafa-samband


Older Post Newer Post


Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published