Skip to content
Bleikur október - 15% til Krabbameinsfélagsins

Bleikur október - 15% til Krabbameinsfélagsins

Hér í Túrbúðinni vinna þrjár konur. Við höfum allar greinst með frumubreytingar í leghálsi og farið í aðgerð. Með því að fara reglulega í skoðun minnkar þú líkurnar á að fá krabbamein. Við erum allar þakklátar Krabbameinsfélaginu því ef ekki væru átaksverkefni eins og Bleikur október hefðu okkur ekki dottið í hug að fara í krabbameinsleit og værum ef til vill ekki hér í dag.

Til að sýna þakklæti okkar höfum við ákveðið að láta 15% af allri sölu á vörum frá Intimina í október renna til stuðnings Krabbameinsfélagsins. Það vill svo skemmtilega til að allar vörurnar eru bleikar :)

Ef þig vantar upplýsingar um krabbameinsleit getur þú haft samband við Krabbameinsfélagið. Trúðu mér, það er ekkert mál að láta tékka á krabbameini í leghálsi, þú getur beðið kvensjúkdómalækninn þinn að gera það eða þú getur pantað tíma á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 

https://www.bleikaslaufan.is/hafa-samband

Older Post
Newer Post

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla