Modibodi er ástralskt fyrirtæki sem framleiðir nærbuxur sem halda vökva eins og blæðingum og þvagi. Efnið í buxunum er framleitt með sérstöku efni sem varið er með einkaleyfi og dregur í sig vökva og heldur honum án þess að það leki nokkuð í gegn.
Venjuleg kona fleygir óheyrilegu magni af túrtöppum og dömubindum í ruslið yfir ævina og allt endar þetta úti náttúrunni. Nærbuxur sem þessar eru því umhverfisvænn og skynsamlegur kostur. Það má nota buxurnar eina og sér eða sem back up með mánabikarnum á þyngri dögum.
Konur þurfa ekki bara að díla við blæðingar, heldur er þvagleki algengt vandamál, sérstaklega hjá eldri konum eða konum sem hafa átt börn. Það þarf ekki lengur að vera vandræðalegt að hoppa og skoppa á trampólíninu, fara í fullorðinsfimleika eða hvaða aðra íþrótt. Modibodi kemur í stað innleggja og dömubinda.