Modibodi eru nærbuxur sem halda vökva eins og blæðingum, útferð eða þvagi og koma þannig í staðinn fyrir dömubindi.
Nærbuxurnar líta alveg eins út og venjulega nærbuxur, en í klofbótinni (það er stykkið í klofinu) er sérstakt efni sem dregur í sig og heldur vökva án þess að það leki í gegn. Þegar þú ert búin að nota þær seturu þær svo bara á venjulegt prógramm í þvottavél, hengir þær síðan til þerris og notar þær aftur.
Það er ekki mælt með því að setja þær í þurrkara. Það hefur ekki áhrif á rakadrægnina, en þær geta minnkað við að fara í þurrkara eins og allur annar fatnaður úr bambus. Ekki nota mýkingarefni af því það hrindir frá sér vökva.
Modibodi blæðinganærbuxur koma með tveimur mismunandi stigum af rakadrægni; miðlungs og mikilli. Miðlungs dregur í sig sem samsvarar einum túrtappa en mikil sem samsvarar tveimur túrtöppum. Það er því undir hverri og einni komið að finna hvað hentar sér og hversu oft þarf að skipta um nærbuxur. Algengast er að einar buxur með miðlungs rakadrægni duga eins og einn vinnudag en þá er gott að skipta þegar þú kemur heim. Flæðið er misjafnt hjá öllum og því þarf hver og ein að finna hvað hentar sér.
Við mælum þess vegna alltaf með því að þegar fólk er að prófa túrnærbuxur í fyrsta skipti að það prófi þær í lok tíðahrings þegar flæðið er orðið minna til að vera viss um að lenda ekki í neinum vandræðum.