Skip to content

Daði

Regular price 3.500 kr

Unit price per 

only 2 left in stock

Sagan um Daða fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna. Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mótsagnakenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Við þessa úrvinnslu fer Daði í ítarlega naflaskoðun sem leiðir hann í tímaferðalag um eigin kynþroska, rúnkdagbækurnar og kynfræðslukvöldum mömmu sinnar.

Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar kynfræðings um land allt undanfarin tíu ár. Það er algengt að nota dæmisögur í kynfræðslu en hér er það form tekið lengra. Hér tvinnar höfundur saman raunveruleika íslenskra drengja og kynfræðslu í eina sögu þar sem lesandinn nær að spegla sig í persónunum en einnig að fræðast um tilfinningar, samskipti, kynhneigð, og eigin kynveru.

Daði er sjálfstætt framhald bókarinnar kynVeru, sem kom út árið 2018.

Close (esc)

Viltu eiga kost á 10.000 kr gjafabréfi

Skráðu þig á póstlistann og þú færð fréttir, fræðslu og tilboð í pósthólfið þitt. Í hverjum mánuði drögum við út einn af listanum sem fær 10.000 kr gjafabréf!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Search

Karfa

Karfan þín er tóm.
Versla