Nýir möguleikar í heimsendingu

Modibodi á Íslandi hefur nú hafið samstarf við nýtt vöruhús sem sér um að pakka og dreifa pöntunum. Með þessu getum við boðið upp á stórbætta þjónusutu og fleiri möguleika í heimsendingu. 

Vöruhúsið er staðsett á Suðurlandsbraut 4 (á milli Lemon og Fresco) og geta viðskiptavinir sótt pantanir þangað eða nýtt sér fjölmarga valkosti í heimsendingu. Vöruhúsið er opið alla virka daga frá 13:00-18:00

 • Sækja í vöruhús (0 kr)
 • Heimsending samdægurs á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir klukkan 16:00 (1990 kr.)
 • Heimsending á höfuðborgarsvæðinu 1-2 dagar (990 kr.)
 • Heimsending með Íslandspósti 3-5 dagar (frítt þegar verslað er fyrir 5000 kr eða meira)
 • Heimsending með Íslandspósti 3-5 dagar (500 kr. þegar verslað er fyrir minna en 5000 kr.)

Þessi breyting markar kaflaskil í fyrirætkinu. Reksturinn hefur vaxið hratt og orðið löngu tímabært að flytja lagerinn úr heimahúsi og í alvöru vöruhús. Þegar við opnuðum fyrir rúmu hálfu ári keyptum við lager sem fyllti eina kommóðu. Fljótlega var farið að flæða úr kommóðunni og við bættum við nokkrum kössum og þegar lagerinn var farinn að taka heilt herbergi var ljóst að breytinga var þörf. Það var því kærkomið þegar nýja vöruhúsið opnaði. Með því opnast nýir möguleikar fyrir netverslanir sem nú geta boðið viðskiptavinum sínum miklu betri þjónustu og fleiri valkosti í heimsendingum. 


Older Post Newer Post


 • Modibodi þann

  Sæl Guðrún – þú skoðar bara netverslunina. Vörurnar eru í nokkrum flokkum sem þú getur skoðað og svo er felliflipi með stærðum. Þú getur sent okkur tölvupóst ef þú ert í vandræðum :)

 • Guðrún Júlíusdóttir þann

  Hvernig virkar þetta, hvernig vel ég stærð og gerð?


Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published